23.4.2008 | 22:47
Djöfulsins fífl
Ótrúleg sjón birtist mér á sjónvarpsskjánum í vinnuni í dag. Heill hellingur af fólki sem ákváðu að djoina mótmælin á Suðurlandsveginum í beinni útsendingu á Rúv. Af hverju? "Æji, ég veit það ekki, mótmæla hækkandi bensínverði eða eitthvað svoleiðis, eða þú veist, skilurðu?"
Þvílík djöfulsins fífl sem Íslendingar geta verið. Já, heyrðu, góð hugmynd, hendum grjóti í lögguna! Þá kannski fer loksins einhver að hlusta á það sem ég er að segja.. Nei bíddu við, hvað var ég aftur að segja?
Típískt heilkenni hjá íslendingum, að mótmæla. Verra að í flestum tilfellum vita þeir ekki hverju þeir eru að mótmæla, þeir eru bara að reyna að vera með! Gæti farið að ræða um mótmæli við Kárahnjúkavirkjun, Alþingishúsið eða einfaldlega hvaða mótmæli sem er seinustu árin, en þá væri ég bara einfaldlega að ergja mig á of mikilli heimsku og ég nenni því ekki.
Vona að löggan jafni sig, bögg að mæta í vinnuna og lenda í því að eitthvað fífl hendi grjóti framan í mann, hugsa að ég myndi ekki taka því þegjandi.
Lögreglumaður á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
búhú greyið löggan hvort er verra að fá táragas eða stein i hálsin engin samhuð með löggunni i dag!!
valur m (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:15
Já, þetta fólk er svo heimskt að það veit ekki hverju er verið að mótmæla. Fullt af fólki var meira að segja hlæjandi þarna í dag. Og kommentið hér að ofan lýsir að sjálfsögðu heimsku þessa manns sem skrifaði þetta! Lögreglan var ekki að brjóta neitt af sér þegar hún úðaði á mannskapinn, þar sem þeir fengu viðvörun áður.
Örvar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:36
Maður hefur nú ekki mikla samúð með mótmælendum sem þessum. Þessi hópur veit ekki fyrir hvað hann stendur og í raun hverju hann er að mótmæla. Ég horfði á þetta í sjónvarpinu í dag og ég styð aðgerðir lögreglu að fullu enda sýndu aðgerðirnar í dag á hve lágu plani þessir bílstjórar eru. Nú eru komnar um 4 vikur frá því að þeir byrjuðu mótmæli sín en ég hef enn ekki séð neinar kröfur að þeirra hálfu né fyrir hvað þeir standa. Þeir ættu nú að mótmæla málefnalega en líklega hafa þeir ekki vit til þess að gera það enda sést það á þeirra aðgerðum. Um að gera að gera alla þessa bíla upptæka og koma þessum forsprökkum öllum í steininn.
Jón (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:30
jæja valur m, veit ekki betur en að löggan hafi fengið steininn framan í sig en ekki í hálsinn, gæti verið vitleysa hjá mér reyndar... sp um að íhuga í smá stund hvað þessir mótmælendur sem fengu táragas í augun voru yfirhöfuð að gera þarna? bara svona smá pæling ;) svo gætum við auðvitað rætt um lögregluþjóninn sem var ráðist á þegar vörubílarnir voru afhentir á ný, hverjum var hann að ögra?
dorothea (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.