Magnað!

Magnað hvað sjálfstæðismenn virðast ekki mega hafa skoðanir í landinu lengur. Var að lesa nokkur bloggkomment sem fylgdu fréttinni. Hvet fólk til þess að kíkja á þau og hugsa aðeins áður en það talar (og skrifar).

Tek það fram að mér finnst það hálfkjánalegt hvernig umræðan í landinu er orðin. "Skríllinn" eins og sumir orða það (finnst það reyndar passa ágætlega), bölvar Sjálfstæðisflokknum og Seðlabankastjóra í sand og ösku fyrir að steypa landinu í glötun. Afsakið orðbragðið, en þið eruð vitleysingar.

Haldiði virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn sé einn við völd í landinu? (það eru faktískt fleiri flokkar á þingi sem hafa eitthvað um málin að segja!) Haldið þið virkilega að Davíð Oddsson sé einvaldur í Seðlabankanum? (ef mér skjátlast ekki þá eru 3 seðlabankastjórar sem stjórna batteríinu!) Haldið þið virkilega að menn eins og Jón Ásgeir og Björgólfsfeðgar séu bara blásaklausir vegfarendur sem urðu bara fyrir einelti af völdum sjálfstæðismanna í landinu? ( æji, þið vitið, mennirnir sem tóku allann peninginn YKKAR og léku sér með hann og settu þannig bankana á hausinn sem og landið allt!)

 Svo fór sem fór og við verðum bara að sætta okkur við það, lítið sem við getum gert! Það er kreppa í öllum heiminum! Algjörlega tilgangslaust og út í hött að þramma niður í bæ og kasta eggjum í Alþingishúsið! Það þjónar svona álíka miklum tilgangi eins og að kasta steinum í lögguna við vörubílstjóramótmælin! Að því að það gekk svo vel, er það ekki?

Fólkið sem getur nöldrað endalaust yfir því að landsmenn fái engar upplýsingar um skilyrði alþjóða gjaldeyrissjóðsins geta kannski farið að átta sig á því að leyndin yfir þessu öllu er eitthvað sem forsvarsmenn sjóðsins settu fram sjálfir á meðan samningar eru í gangi, ekki eitthvað sem sjálfstæðismenn ákváðu upp á sitt einsdæmi (að því að þeir stjórna auðvitað öllu á bak við tjöldin eða þannig)!

Akkúrat NÚNA eru fleiri hundrað manns, hagfræðingar, lögfræðingar OG stjórnmálamenn (þar á meðal þessir "helvítis" sjálfstæðismenn sem þið eruð svo dugleg að bölva!) á fullu við það að endurreisa efnahag landsins, reyna að bjarga krónunni, ævisparnaðinum YKKAR, bönkunum, fyrirtækjum og heimilum eftir búðarleik þessara "útrásarmanna"! Þetta er auðvitað gríðarmikið verk sem þessir menn og konur standa frammi fyrir og til viðbótar við það þurfa þeir að mæta á blaðamannafund á fimm mínútna fresti og segja ykkur hvaða skilmála alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur OG passa að verða ekki fyrir árás fljúgandi eggja þegar þeir mæta í vinnuna! Mér þætti gaman að sjá einhvern reyna að vinna þetta verk vel og þurfa svo í þokkabót að hlusta á daglegar fréttir af því að hann sé fífl, vanhæfur og að það ætti að flæma hann úr landi! (í fjölmiðlum sem virðast alls ekki vera svo hlutlausir lengur.. fjölmiðlafrumvarpið hljómar ekki svo asnalega lengur, er það? Því að hverjir eiga nú fjölmiðlana?)

 Hvernig væri nú ef við tækjum okkur nú bara til, settumst aðeins niður og önduðum, leyfðum þessum mönnum að vinna vinnuna sína, til þess voru þeir nú kosnir á annað borð! og hættum þessu nöldri? Það eru ALLIR að upplifa kreppu þessa daganna nema kannski Jón Ásgeir sem virðist eiga nóg af pening til þess að kaupa sér annan fjölmiðil! Það eiga allir um sárt að binda! Það eru allir að klóra í bakkan með að borga reikninga og halda sér og sínum á floti!

Hættið þessum endalausum mótmælum sem klárlega þjóna ENGUM tilgangi og reynið frekar að aðstoða, t.d. með því að halda ykkur til hlés og leyfa þessu fólki að vinna vinnnuna sína, því að trúið mér, þeir eru að reyna það þótt þeir séu ekki í beinni útsendingu allann daginn að segja ykkur hvað þeir gerðu í hádeginu!

Skiptar skoðanir eru góðar og blessaðar og eru þær það sem halda lýðræðisríki á floti, þú þarft ekki alltaf að vera sammála mér, en stundum þarftu bara að leggja þær skoðanir til hliðar og vinna með mér, annars fer lýðræðið til fjandans. Ég er tilbúin til þess, ert þú það?


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dóróthea. Auðvitað er rétt og lýðræðislegt að allir fái að tjá sig, en skrif þín hér á blogginu þykja mér nokkuð full af hroka af þinni hálfu. Þú segir í einni færslu að það sé eitthvað týpískt íslenskt heilkenni að mótmæla. Ég myndi frekar segja að það sé týpiskt íslenskt heilkenni að þykjast vita betur en allir aðrir (fólk er fífl viðhorfið) og finnast hallærislegt að mótmæla. Auðvitað er eðlilegt að fólk mótmæli eftir að ,,útrásarvíkingarnir" og stjórnvöld (því þau bera að sjálfsögðu ábyrgð á því hvernig fór að ýmsu leyti), koma okkur í þá stöðu að um leið og hriktir í stoðum kapítalismans í heiminum sé Ísland það land sem hrapar allra landa hraðast og allt sem við héldum að við ættum reynist bara vera prump. Þér finnst þú kannski vera sú eðlilegasta í hópnum þegar þú lítur í kringum þig en finnst okkur það ekki flestum um okkur sjálf?

María (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Dorothea

Sæl María og takk fyrir innleggið, ég fagna því þegar einstaklingur hefur skoðanir sem hann/hún hefur rök fyrir. Þú nefnir færslu sem ég skrifaði þegar vörubílstjóramótmælin voru í gangi. Vil ég taka það fram að meining mín með þeirri færslu var einfaldlega sú að benda á tilgangsleysið yfir því að mótmæla þegar fólk veit ekki einu sinni hverju það er að mótmæla. Hver er þá tilgangurinn? En þetta er einmitt sem Íslendingar gera, þeir heyra af mótmælum og mæta á svæðið, bara til þess að vera með. Þess vegna sagði ég að "fólk væri fífl". Þekkt staðreynd að þótt einstaklingurinn sé ef til vill gáfaður (og þá nokkuð augljóslega ekki fífl), þá breytist það fljótt þegar múgæsing grípur inn í (fólk í fleirtölu). Auðvitað veit ég ekki betur en aðrir, fáir sem geta státað sig af því og síst af öllu stjórnmálamennirnir, enda var það ekki það sem ég var að reyna að koma á framfæri, heldur einfaldlega var ég að reyna að benda á það hvað það væri kjánalegt að leita af blóraböggli og það á (stundum) röngum stöðum og að þetta fólk er að reyna að vinna að því að bjarga landinu frá glötun. Það getur vel verið að þeir (stjórnmálamennirnir) eigi einhverja sök á þeirri stöðu sem við erum í í dag, það verður bara að koma í ljós með tímanum hver "vondi kallinn" er í þessu sambandi, en það breytir því ekki að það er voðalega erfitt að stunda vinnuna sína við þessi skilyrði.

Dorothea, 8.11.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

GERIR ÞÚ ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEFUR STJÓRNAÐ EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR Í SAUTJÁN ÁR,AÐ VÍSU MEÐ MISMUNANDI HÆKJUM.EN ÞESSI FLOKKUR HEFUR RÁÐIÐ FERÐINNI.FINNST ÞÉR EITTHVAÐ SKRÝTIÐ AÐ HONUM SÉ KENNT UM? þÚ SEGIST TILBÚIN AÐ LEGGJA TIL HLIÐAR ÞÍNAR SKOÐANIR,OG SPYRÐ HVORT AÐRIR SÉU TILBÚNIR TIL ÞESS SAMA.ÉG GET GET EKKI SÉÐ AÐ ÞÚ LEGGJIR TIL HLIÐAR ÞÍNAR SKOÐANIR,MEÐAN ÞÚ KALLAR ÞÁ SEM ERU Á ANDVÖRÐUM MEIÐI,VITLEYSINGA.OG MIKIÐ HEFUR ÞÚ OFBOÐSLEGA LÍTIÐ ÁLIT Á SAMBORGURUM ÞÍNUM,ÞEGAR ÞÚ SEGIR AÐ ÞEIR VITI EKKERT HVERJU ÞEIR ERU AÐ MÓTMÆLA.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 8.11.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Dorothea

Það er rétt Óskar að ég hef bara voðalega lítið á þeim samborgurum mínum sem mæta á svæðið einfaldlega til þess að vera með. Tek t.d. sem dæmi vörubílstjóramótmælin sem eru reyndar bara besta dæmið um þetta sem mér dettur í hug akkúrat núna.. þar mætti fólk á svæðið til þess að mótmæla, almennir borgarar og skólakrakkar og hverju voru þeir að mótmæla? Hvíldartíma vörubílsstjóra? og hvað kemur mér það við þótt vörubílsstjórar vilji ekki nýta sér þennan hvíldartíma? og hvað græðir baráttan á því að löggan sé grýtt með steinum? hvað er málefnalegt við það? og hvað er málefnalegt við að kasta eggjum í alþingi íslendinga? mér er bara spurn. Segi því aftur: þótt einstaklingurinn sé gáfaður, þá er fjöldinn heimskur þegar múgæsing tekur við! Það ætti hver heilvita maður að vita sem mætt hefur í samfélagsfræði í grunnskóla.

Vissulega er það rétt að sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með meirihluta í landinu seinustu 17 ár og ég veit ekki betur en að hingað til hafi hann staðið sig ágætlega í því starfi. Ég man t.d. alveg eftir því hvernig ástandið var í þjóðfélaginu áður en flokkurinn tók við, veit ekki betur en að ástandið hafi batnað heilmikið. Góðæri greip þjóðina og hefur lifað góðu lífi og nú er það búið, ekki bara á Íslandi heldur í öllum heiminum. En óháð því hvaða flokkur er í meirihluta á Íslandi, þá er það samt sem áður staðreynd að þessa dagana er stjórnin (sem ég og þú kusum!) að reyna að bæta ástandið sem best þeir geta og eins og ég bendi á í færslunni, hvaða maður getur unnið vel við þær aðstæður sem Alþingi þarf að vinna við þessa dagana (og þá ekki bara sjálfstæðismenn því að ekki má gleyma því að það eru fleiri stjórnarflokkar með fólk á þingi). Orðinu vitleysingar hendi ég fram einfaldlega vegna þess að blórabögglarnir eru fleiri en þeir sem nefndir eru í umræðunni. Og því má alls ekki gleyma.

Dorothea, 8.11.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dorothea
Dorothea
stundum held ég að ég sé ekki eðlileg... svo sé ég fólkið í kringum mig og átta mig á því að ég er sú eðlilegasta í hópnum... þvílíkt rugl!

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband