Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
8.11.2008 | 18:16
Magnað!
Magnað hvað sjálfstæðismenn virðast ekki mega hafa skoðanir í landinu lengur. Var að lesa nokkur bloggkomment sem fylgdu fréttinni. Hvet fólk til þess að kíkja á þau og hugsa aðeins áður en það talar (og skrifar).
Tek það fram að mér finnst það hálfkjánalegt hvernig umræðan í landinu er orðin. "Skríllinn" eins og sumir orða það (finnst það reyndar passa ágætlega), bölvar Sjálfstæðisflokknum og Seðlabankastjóra í sand og ösku fyrir að steypa landinu í glötun. Afsakið orðbragðið, en þið eruð vitleysingar.
Haldiði virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn sé einn við völd í landinu? (það eru faktískt fleiri flokkar á þingi sem hafa eitthvað um málin að segja!) Haldið þið virkilega að Davíð Oddsson sé einvaldur í Seðlabankanum? (ef mér skjátlast ekki þá eru 3 seðlabankastjórar sem stjórna batteríinu!) Haldið þið virkilega að menn eins og Jón Ásgeir og Björgólfsfeðgar séu bara blásaklausir vegfarendur sem urðu bara fyrir einelti af völdum sjálfstæðismanna í landinu? ( æji, þið vitið, mennirnir sem tóku allann peninginn YKKAR og léku sér með hann og settu þannig bankana á hausinn sem og landið allt!)
Svo fór sem fór og við verðum bara að sætta okkur við það, lítið sem við getum gert! Það er kreppa í öllum heiminum! Algjörlega tilgangslaust og út í hött að þramma niður í bæ og kasta eggjum í Alþingishúsið! Það þjónar svona álíka miklum tilgangi eins og að kasta steinum í lögguna við vörubílstjóramótmælin! Að því að það gekk svo vel, er það ekki?
Fólkið sem getur nöldrað endalaust yfir því að landsmenn fái engar upplýsingar um skilyrði alþjóða gjaldeyrissjóðsins geta kannski farið að átta sig á því að leyndin yfir þessu öllu er eitthvað sem forsvarsmenn sjóðsins settu fram sjálfir á meðan samningar eru í gangi, ekki eitthvað sem sjálfstæðismenn ákváðu upp á sitt einsdæmi (að því að þeir stjórna auðvitað öllu á bak við tjöldin eða þannig)!
Akkúrat NÚNA eru fleiri hundrað manns, hagfræðingar, lögfræðingar OG stjórnmálamenn (þar á meðal þessir "helvítis" sjálfstæðismenn sem þið eruð svo dugleg að bölva!) á fullu við það að endurreisa efnahag landsins, reyna að bjarga krónunni, ævisparnaðinum YKKAR, bönkunum, fyrirtækjum og heimilum eftir búðarleik þessara "útrásarmanna"! Þetta er auðvitað gríðarmikið verk sem þessir menn og konur standa frammi fyrir og til viðbótar við það þurfa þeir að mæta á blaðamannafund á fimm mínútna fresti og segja ykkur hvaða skilmála alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur OG passa að verða ekki fyrir árás fljúgandi eggja þegar þeir mæta í vinnuna! Mér þætti gaman að sjá einhvern reyna að vinna þetta verk vel og þurfa svo í þokkabót að hlusta á daglegar fréttir af því að hann sé fífl, vanhæfur og að það ætti að flæma hann úr landi! (í fjölmiðlum sem virðast alls ekki vera svo hlutlausir lengur.. fjölmiðlafrumvarpið hljómar ekki svo asnalega lengur, er það? Því að hverjir eiga nú fjölmiðlana?)
Hvernig væri nú ef við tækjum okkur nú bara til, settumst aðeins niður og önduðum, leyfðum þessum mönnum að vinna vinnuna sína, til þess voru þeir nú kosnir á annað borð! og hættum þessu nöldri? Það eru ALLIR að upplifa kreppu þessa daganna nema kannski Jón Ásgeir sem virðist eiga nóg af pening til þess að kaupa sér annan fjölmiðil! Það eiga allir um sárt að binda! Það eru allir að klóra í bakkan með að borga reikninga og halda sér og sínum á floti!
Hættið þessum endalausum mótmælum sem klárlega þjóna ENGUM tilgangi og reynið frekar að aðstoða, t.d. með því að halda ykkur til hlés og leyfa þessu fólki að vinna vinnnuna sína, því að trúið mér, þeir eru að reyna það þótt þeir séu ekki í beinni útsendingu allann daginn að segja ykkur hvað þeir gerðu í hádeginu!
Skiptar skoðanir eru góðar og blessaðar og eru þær það sem halda lýðræðisríki á floti, þú þarft ekki alltaf að vera sammála mér, en stundum þarftu bara að leggja þær skoðanir til hliðar og vinna með mér, annars fer lýðræðið til fjandans. Ég er tilbúin til þess, ert þú það?
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar