Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
23.4.2008 | 22:47
Djöfulsins fífl
Ótrúleg sjón birtist mér á sjónvarpsskjánum í vinnuni í dag. Heill hellingur af fólki sem ákváðu að djoina mótmælin á Suðurlandsveginum í beinni útsendingu á Rúv. Af hverju? "Æji, ég veit það ekki, mótmæla hækkandi bensínverði eða eitthvað svoleiðis, eða þú veist, skilurðu?"
Þvílík djöfulsins fífl sem Íslendingar geta verið. Já, heyrðu, góð hugmynd, hendum grjóti í lögguna! Þá kannski fer loksins einhver að hlusta á það sem ég er að segja.. Nei bíddu við, hvað var ég aftur að segja?
Típískt heilkenni hjá íslendingum, að mótmæla. Verra að í flestum tilfellum vita þeir ekki hverju þeir eru að mótmæla, þeir eru bara að reyna að vera með! Gæti farið að ræða um mótmæli við Kárahnjúkavirkjun, Alþingishúsið eða einfaldlega hvaða mótmæli sem er seinustu árin, en þá væri ég bara einfaldlega að ergja mig á of mikilli heimsku og ég nenni því ekki.
Vona að löggan jafni sig, bögg að mæta í vinnuna og lenda í því að eitthvað fífl hendi grjóti framan í mann, hugsa að ég myndi ekki taka því þegjandi.
Lögreglumaður á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar